Öryggis- og persónuverndarmiðstöð

Tilkynna efni á Spotify

Yfirlit

Við leggjum okkur fram við að styðja við listræna tjáningu á Spotify og viljum að fólkið í samfélaginu okkar geti komið til dyranna eins og það er klætt. Það þýðir þó ekki að allt megi.

Gamalgrónu kerfisreglurnar okkar segja til um hvað má og hvað má ekki á Spotify. Við leggjum áherslu á að fara yfir efni sem varðar hag barna, skapar hættu í raunheimum eða kann að vera ólöglegt.

Hvað er gert til að bregðast við ólöglegu efni eða efni sem brýtur í bága við kerfisreglur Spotify?

Þegar við finnum efni sem brýtur í bága við kerfisreglur Spotify eða er ólöglegt samkvæmt gildandi lögum getum við gripið til margvíslegra aðgerða. Þar á meðal getum við fjarlægt efni, takmarkað dreifingu, merkt efni með viðvörunum og/eða lokað á tekjuöflun.

Hvernig er hægt að tilkynna efni á Spotify?

Teljir þú eitthvert efni brjóta í bága við kerfisreglur Spotify skaltu tilkynna það með því að fylla út örugga eyðublaðið okkar.

Ef þú vilt tilkynna efni sem þú telur brjóta gegn hugverkaréttindum þínum eða brjóta á annan hátt í bága við lög skaltu hafa samband. Frekari upplýsingar um stefnu Spotify í málum er varða brot á hugverkarétti má finna í höfundarréttarstefnu okkar.

Hver getur tilkynnt efni?

Til þess að tilkynna efni á Spotify þarf ekki Spotify-reikning heldur bara netfang. Hafðu í huga að ef þú misnotar tilkynningaferlið gæti það takmarkað möguleika þína á frekari innsendingum.

Er hægt að áfrýja ákvörðunum um efni?

Ef þú býrð innan Evrópusambandsins og telur að gripið hafi verið til rangra aðgerða vegna efnis þíns eða tilkynningar skaltu fylgja leiðbeiningum um næstu skref í tilkynningunni sem þér barst.

Í öllum öðrum löndum vinnum við að því að auka áfrýjunarmöguleika, sem eru mismunandi á hverjum stað.