Öryggis- og persónuverndarmiðstöð

Persónuvernd

Vernd persónuupplýsinga

Við erum staðráðin í að vernda persónuupplýsingar notenda okkar. Við innleiðum viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að vernda öryggi persónuupplýsinga þinna. Hins vegar skal hafa í huga að ekkert kerfi er nokkurn tíma fullkomlega öruggt.

Við höfum innleitt ýmsar öryggisráðstafanir til að verjast óheimilum aðgangi og óþarfri varðveislu persónuupplýsinga í kerfunum okkar. Þar á meðal eru gerviauðkenni, dulkóðun og aðgangs- og varðveislustefnur.

Til að vernda notendareikninginn þinn hvetjum við þig til að:

  • nota sterkt aðgangsorð sem þú notar aðeins fyrir Spotify-reikninginn
  • deila aldrei aðgangsorðinu þínu með nokkrum öðrum
  • takmarka aðgang að tölvunni þinni og vafra
  • skrá þig út þegar þú hefur lokið við að nota þjónustu Spotify í samnýttu tæki
  • kynntu þér nánar verndun reikningsins

Frekari upplýsingar er að finna í 8. hluta persónuverndarstefnu okkar.