Mynd af höfði með litríku, hugmyndaríku landslagi inni í.

Aðgerðir vegna efnis

Hvaða aðgerða er hægt að grípa til varðandi efni?

Spotify getur gripið til ýmissa aðgerða varðandi efni sem brýtur gegn kerfisreglunum, gildandi lögum eða kann að innihalda viðkvæm umfjöllunarefni. Þessar aðgerðir fela í sér að fjarlægja efni, takmarka sýnileika efnis, takmarka getuna til að afla tekna af efni og/eða að merkja efni með ráðgefandi lýsingu á innihaldi.

Við metum ýmsa þætti þegar við ákveðum hvort og hvaða aðgerð(ir) skuli ráðast í. Meðal þess sem haft er í huga eru þættir eins og samhengi tiltekins málefnis eða atburðar sem og alvarleiki og/eða tíðni brota sem koma fram við yfirferð. Við notum ýmsar greiningaraðferðir, bæði sjálfvirkar (með reikniritum) og handvirkar, til að bera kennsl á efni sem gæti kallað á aðgerðir. Þar á meðal eru tilkynningar frá notendum. Misnotkun á ferlum okkar, þar á meðal markvissar eða endurteknar tilkynningar á sama efni eða notanda, getur leitt til takmarkana á möguleikum þínum til að senda inn beiðnir í framtíðinni.

Efni fjarlægt

Ef efni brýtur gegn kerfisreglum okkar gæti það verið fjarlægt af Spotify.

Reikningur fjarlægður

Endurtekin og/eða alvarleg brot gegn reglum kerfisins geta leitt til þess að reikningur er gerður óvirkur eða honum eytt. Athugaðu að þetta getur einnig náð til allra tengdra og skyldra Spotify-reikninga.

Takmörkun á sýnileika efnis

Þegar efni er á mörkum þess að verða fjarlægt samkvæmt kerfisreglunum, en uppfyllir ekki skilyrði til þess, getum við gripið til aðgerða til að draga úr útbreiðslu þess. Efnið verður áfram tiltækt á Spotify en hugsanlega verður það:

  • ekki gjaldgengt til kynningar innan kerfis;
  • með minni sýnileika í „mælt með“;
  • neðar í leitarniðurstöðum; og/eða
  • útilokað frá tilteknum vörueiginleikum Spotify.

Á tímum aukinnar áhættu er oft meiri hætta á skaðlegu efni á netinu, t.d. í aðdraganda kosninga, þegar átök standa yfir eða ef fjöldaslys verður. Í ljósi þess getur Spotify gripið til viðbótarráðstafana við slíkar aðstæður, til dæmis með því að takmarka útbreiðslu ákveðins efnis og/eða vekja athygli á viðeigandi og traustum heimildum.

Spotify takmarkar tekjuöflun efnis

Ekki er hægt að afla tekna af öllu efni á Spotify. Auk þess að fylgja kerfisreglunum verður efni sem þú vilt afla tekna af yfirfarið með tilliti til reglna okkar um tekjuöflun.

Efnisráðgjöf höfð með

Í aðstæðum þar sem frekara samhengi gæti verið nauðsynlegt um tiltekið umfjöllunarefni er hægt að bæta við merkingu með viðeigandi upplýsingum og/eða veita notendum tengla á viðeigandi og traust gögn.

Takmörkun á efni í tilteknu landi eða svæði

Spotify er alþjóðlegt samfélag og virðir lög þeirra landa sem við störfum í. Notendur verða að fylgja gildandi lögum og reglugerðum. Efni sem brýtur ekki gegn kerfisreglum okkar gæti samt sem áður verið takmarkað í tilteknum löndum eða svæðum þar sem efnið hefur reynst brjóta gegn staðbundnum lögum.

Áfrýjanir

Valkostir fyrir áfrýjun á ákvörðunum um efni eru breytilegir eftir staðsetningum og við munum halda áfram að fjölga möguleikum okkar í framtíðinni.

Ef þú ert ekki sammála fullnustuákvörðun sem tekin var í tengslum við efnið þitt eða sem svar við tilkynningu þinni gætirðu átt rétt á að senda inn áfrýjun. Það er gert með því að fylgja leiðbeiningunum í tilkynningunni sem þú kannt að hafa fengið frá Spotify.