Markmið Spotify er að veita sköpunarkraftinum farveg – með því að gefa milljónum listamanna tækifæri til að lifa af list sinni og enn fleiri aðdáendum færi á að njóta afraksturs sköpunargáfu þeirra. Við teljum að besta aðferðin til að koma þessu til leiðar sé að skapa pláss fyrir listræna túlkun, hugmyndir, sjónarmið og raddir af ýmsu tagi. Það gæti þýtt að sumum líki ekki við allt efnið sem Spotify miðlar og eins að Spotify styðji ekki allt efnið sem miðlað er.
Það þýðir þó ekki að allt sé leyfilegt í kerfinu okkar. Til viðbótar við skilmálana sem þú samþykktir í tengslum við notkun þína á þjónustu okkar hjálpa þessar reglur til við að tryggja að allir fái örugga og ánægjulega upplifun.
Það er mikilvægt að vita hvaða efni er leyfilegt eða óleyfilegt á miðlinum okkar, hvort sem þú ert tónlistarmaður, hlaðvarpari eða annars konar efnishöfundur. Dæmin í köflunum hér á eftir eru ætluð til skýringa en eru ekki tæmandi yfirlit.
Spotify er staður þar sem fólk getur komið saman til að skapa, tjá sig, hlusta, deila, læra og fá innblástur. Spotify er ekki staður til að hvetja til ofbeldis, haturs, áreita eða stunda hvers kyns hegðun sem getur stefnt fólki í hættu á alvarlegum líkamsmeiðingum eða dauða. Hvað ber að forðast:
Efni sem hvetur til eða lofsamar alvarlegar líkamsárasir gagnvart einstaklingi eða hópum, inniheldur meðal annars, en takmarkast ekki við:
Efni sem vekur athygli á eða styður hryðjuverkastarfsemi eða ofbeldisfullt athæfi, inniheldur meðal annars, en takmarkast ekki við:
Efni sem beinist að ákveðnum einstakling eða tilteknum hópi í þeim tilgangi að áreita eða beita álíka ofbeldi, inniheldur meðal annars, en takmarkast ekki við:
Efni sem hvetur til ofbeldis eða haturs í garð einstaklinga eða hópa á grundvelli kynþáttar, trúarbragða, kynvitundar eða -tjáningar, kynferðis, uppruna, þjóðernis, kynhneigðar, aldurs, fötlunar eða annarra eiginleika sem tengjast kerfisbundinni mismunun eða jaðarsetningu, inniheldur meðal annars, en takmarkast ekki við:
Efni sem vekur athygli á hættulegum röngum eða villandi læknisfræðilegum upplýsingum sem geta valdið óbeinum skaða eða skapa beina hættu fyrir lýðheilsu, inniheldur meðal annars, en takmarkast ekki við:
Efni sem hvetur til óleyfilegrar sölu á eftirlitsskyldum eða ólöglegum vörum, inniheldur meðal annars, en takmarkast ekki við:
Efni sem styður, hvetur til eða greiðir fyrir kynferðislegri misnotkun barna eða misnotkun í hagnaðarskyni, inniheldur meðal annars, en takmarkast ekki við:
Hluti af því að þróa frábæra upplifun á Spotify felur í sér að við þurfum að treysta því að fólk gefi upp réttar upplýsingar um sig, að það svíki ekki eða reyni að misnota miðilinn. Ekki beita bellibrögðum til að blekkja aðra. Hvað ber að forðast:
Efni þar sem líkt er eftir öðrum í þeim tilgangi að blekkja, inniheldur meðal annars, en takmarkast ekki við:
Efni sem kynnir falsað eða tilbúið efni sem ósvikið, á þann hátt að það getur valdið skaða, inniheldur meðal annars, en takmarkast ekki við:
Efni þar sem reynt er að hafa áhrif á eða trufla kosningatengd ferli, inniheldur meðal annars, en takmarkast ekki við:
Efni þar sem reynt er að notfæra sér Spotify-samfélagið, inniheldur meðal annars, en takmarkast ekki við:
Á Spotify er ótrúlegt úrval af frábæru efni en það eru nokkrir hlutir sem við leyfum ekki. Ekki má birta gróft ofbeldisfullt efni, myndrænar lýsingar á ofbeldi eða gróft kynferðislegt efni. Hvað ber að forðast:
Efni sem vekur athygli á myndrænum eða óþörfum lýsingum á ofbeldi, blóðsúthellingum eða annað yfirgengilegt myndefni, inniheldur meðal annars, en takmarkast ekki við:
Efni sem inniheldur gróft kynferðislegt efni, inniheldur meðal annars, en takmarkast ekki viði:
Lög eru sett til að fara eftir þeim. Sama hver þú ert, þá ber þér skylda til að fara eftir gildandi lögum og reglugerðum. Hvað ber að forðast:
Efni sem brýtur gegn gildandi lögum og reglum, inniheldur meðal annars, en ekki takmarkað við eftirfarandi:
Efni sem brýtur gegn hugverkarétti annarra, inniheldur meðal annars, en ekki takmarkað við eftirfarandi:
Spotify leitast við að framfylgja þessum reglum á samræmdan hátt um allan heim með því að nota sambland af tækni og mennskri yfirferð. Auk tilkynninga frá notendum notum við sjálfvirk verkfæri sem reiða sig á samsetningu merkja til að greina efni sem kann að brjóta gegn kerfisreglum okkar.
Við erum með alþjóðleg teymi sérfræðinga sem þróa, halda við og framfylgja kerfisreglum okkar. Þegar efni sem kann að vera brotlegt er tilkynnt eða greint grípa teymi okkar til viðeigandi aðgerða.
Við tökum þessar ákvarðanir alvarlega og höfum samhengi í huga þegar við metum hugsanleg brot á kerfisreglum. Ef brotið er gegn reglunum getur það leitt til þess að brotlega efnið verði fjarlægt af Spotify. Endurtekin eða svívirðileg brot geta leitt til þess að reikningar verði gerðir óvirkir tímabundið og/eða þeim verði lokað. Frekari upplýsingar um aðrar aðgerðir sem við kunnum að grípa til í tengslum við efni eða reikninga má finna hér.
Þessar kerfisreglur munu hjálpa til við að tryggja að Spotify verði áfram opið og öruggt kerfi fyrir alla. Við munum halda áfram að meta og uppfæra þessar upplýsingar eftir þörfum og mælum með því að þú skoðir þær reglulega. Hugsanlega gilda viðbótarkröfur um einhverjar vörur eða eiginleika Spotify sem þú notar.
Hefur þú rekist á vandamál varðandi efni á Spotify? Þá skaltu láta okkur vita með því að tilkynna það hér.