Notandareglur Spotify

Halló! Velkomin/n í notandareglur Spotify („Notandareglur") sem gilda þegar vefsvæði, forrit og þjónusta sem vísa í þessar notandareglur eru notuð („þjónustan") þar á meðal öll notkun efnis sem þjónustan býður upp á („efni"). Þessar notandareglur eru hannaðar til að tryggja að allir fái ánægju af notkun þjónustunnar. Til viðbótar við þessar notendaleiðbeiningar verður efni að vera í samræmi við Spotify vettvangsreglurnar („Vettvangsreglur").

Þessar notandareglur og vettvangsreglur kunna að verða uppfærðar öðru hverju. Þú getur fundið nýjustu útgáfu þeirra á vefsvæði okkar.

Brot á þessum notandareglum eða vettvangsreglum gæti leitt til þess að efni sem þú hefur sett inn í þjónustuna verði fjarlægt og/eða að reikningi þínum verði sagt upp eða lokað á hann tímabundið. Við reynum að bjóða upp á þjónustuna fyrir alla, en þú mátt ekki nota hana ef við höfum áður sagt upp reikningnum þínum. Við bönnum líka allar tilraunir til að komast fram hjá fyrri uppsögnum eða lokunum, þar á meðal með því að búa til nýja reikninga.

Eftirfarandi er ekki leyfilegt, sama af hvaða ástæðu, í tengslum við þjónustuna og efnið sem þjónustan býður upp á, eða einhvern hluta þeirra.

  1. að bakhanna, sundurliða, taka í sundur, breyta eða búa til afleiðuverk, nema þar sem þessar takmarkanir eru bannaðar með lögum. Ef gildandi lög heimila þér að sundurliða þjónustuna eða efnið þar sem slíkt þarf til að fá allar nauðsynlegar upplýsingar til að búa til sjálfstætt forrit sem hægt er að nota með þjónustunni eða öðru forriti mega upplýsingarnar sem þú aflar (a) einungis vera notaðar í áðurnefndum tilgangi, (b) ekki vera birtar eða sendar til utanaðkomandi aðila sem þarf ekki að fá upplýsingarnar í hendur til að ná fram áðurnefndum tilgangi, nema að fengnu skriflegu leyfi frá Spotify, og (c) ekki vera notaðar til að búa til hugbúnað eða þjónustu sem líkist töluvert þjónustunni eða efninu;
  2. að afrita, endurframleiða, endurdreifa „rippa", taka upp, senda, flytja, tengja við eða birta almenningi, senda út eða gera aðgengilegt almenningi, eða öll önnur notkun sem er ekki heimil samkvæmt samningunum eða gildandi lögum eða sem brjóta á annan hátt gegn hugverkarétti;
  3. flytja inn eða afrita staðbundnar skrár sem þú átt ekki lagalegan rétt á að flytja inn eða afrita á þennan hátt;
  4. senda afrit af efni úr skyndiminni frá leyfðu tæki yfir í annað tæki, sama með hvaða aðferð;
  5. „Skrið" eða „skrap", sama hvort það er handvirkt eða með einhverju sjálfvirkum hætti (meðal annars bottum, sköfum og vefskriðlum) til að skoða, fá aðgang að eða safna upplýsingum, eða nota einhvern hluta þjónustunnar eða efnisins til að þjálfa vélnám eða gervigreind eða nota Spotify efni í vélnám eða gervigreind;
  6. að selja, leigja, gefa út undirleyfi, kaupleigu eða aðra tekjuöflun, fyrir utan það sem heimilarð er í samningunum:
  7. að selja notandareikning eða spilunarlista eða taka við eða bjóðast til að taka við þóknun, hvort sem hún er í peningum eða annars konar, til að kynna nafn reiknings eða spilunarlista eða efni í reikningi eða spilunarlista; eða
  8. að hækka fjölda spilana eða fylgjenda með tilbúnum hætti, kynna efni með tilbúnum hætti eða aðrar aðgerðir, þar á meðal með því að (i) nota yrki, forskrift eða annað sjálfvirkt ferli (ii) greiða eða taka við þóknun (í peningum eða annars konar, eða (iii) nota aðrar aðferðir;
  9. að komast hjá tækni sem Spotify, leyfishafar þess eða aðrir utanaðkomandi aðilar nota, þar á meðal allar takmarkanir á svæðum eða efni sem Spotify eða leyfishafar þess beita;
  10. að komast hjá auglýsingum eða loka á þær, eða að búa til og dreifa forritum sem eru hönnuð til að loka á auglýsingar;
  11. að fjarlægja eða breyta höfundarréttar- vörumerkja- eða öðrum hugverkatilkynningum eða -merkjum (þar á meðal í þeim tilgangi að leyna eða breyta merkjum sem sýna eiganda efnis eða uppruna);
  12. að eyða eða breyta þjónustunni eða efninu, fyrir utan það sem er heimilað í samningunum, eða með leyfi notanda ef um er að ræða efni sem annar notandi hefur sett inn; eða
  13. að gefa öðrum einstaklingi aðgangsorðið þitt eða að nota notandanafn og aðgangsorð annars einstaklings.

Vinsamlegast sýndu Spotify virðingu, sem og eigendum efnis á þjónustunni og öðrum notendum þjónustunnar. Ekki taka þátt í neinum athöfnum, birta notandaefni eða skrá eða nota notandanafn sem er eða inniheldur efni sem:

  1. er ólöglegt eða ætlað til að hvetja til eða fremja lögbrot, sama af hvaða tagi, þar á meðal brot gegn hugverkaréttindum, persónuvernd, auglýsingaréttindum eða eignarrétti Spotify eða utanaðkomandi aðila, eða sem myndi brjóta gegn samningi sem þú hefur samþykkt, til dæmis, en takmarkast ekki við, plötusamning eða auglýsingasamning;
  2. er með aðgangsorð þitt sýnilegt eða innifelur viljandi aðgangsorð annars notanda eða persónuupplýsingar utanaðkomandi aðila eða sem er ætlað að biðja um slíkar persónuupplýsingar;
  3. birtir einkaupplýsingar utanaðkomandi aðila eða persónulegar upplýsingar um þig sem er ekki ætlað að senda út til fólks um allan heim;
  4. inniheldur skaðlegt efni á borð við spilliforrit, trójuhesta eða tölvuvírusa eða hindrar á annan hátt aðgang annarra notenda að þjónustu Spotify;
  5. hermir eftir eða gefur ranga mynd af tengslum þínum við Spotify (þar á meðal til dæmis með því að nota höfundarréttarvarið efni frá Spotify, nafnmerki Spotify án leyfis eða nota vörumerki Spotify á annan hátt sem gæti valdið misskilningi), annan notanda, einstakling eða aðila eða er á annan hátt sviksamlegt, villandi eða misvísandi;
  6. felur í sér sendingar á óumbeðnum fjölpósti eða annars konar ruslpósti, keðjubréfum eða álíka;
  7. inniheldur óleyfilegar auglýsingar eða sölu, svo sem auglýsingar, kynningar, keppnir, happdrætti, fjárhættuspil, veðmál eða pýramídasvindl;
  8. inniheldur óleyfilega tengla á, tilvísanir eð aðra kynningu á auglýstum vörum eða þjónustu, fyrir utan það sem Spotify heimilar sérstaklega;
  9. truflar þjónustu Spotify á nokkurn hátt, breytir, brýst inn í eða reynir að kanna, skanna eða prófa fyrir veikleikum í þjónustu eða tölvukerfum, neti, eða notkunarreglum Spotify eða öryggisþáttum Spotify, sannvottunaraðferðum eða öðrum verndaraðgerðum sem eru notaðar í þjónustu Spotify, efninu eða hluta þeirra;
  10. brýtur gegn notkunarskilmálum Spotify eða öðrum skilmálum og reglum sem gilda um notkun þína á þjónustunni; eða
  11. hefur verið fjarlægt frá þjónustu okkar vegna brota á skilmálum eða reglum, til dæmis bannað lag, þáttur eða þáttaröð. Þetta innifelur efni sem er búið til eða breytt til að koma í stað eða þjóna sama tilgangi og efnið sem var áður fjarlægt.