Öryggis- og persónuverndarmiðstöð

Persónuvernd

Söfnun persónuupplýsinga

Það er okkur mjög mikilvægt að þú vitir hvaða persónuupplýsingum við söfnum um þig, hvernig við söfnum þeim og hvers vegna það er nauðsynlegt.

Við söfnum persónuupplýsingum á eftirfarandi vegu:

  1. Þegar þú skráir þig í Spotify-þjónustuna eða uppfærir reikninginn þinn – Við söfnum tilteknum persónuupplýsingum þegar þú stofnar Spotify-reikning til að þú getir notað Spotify. Þetta felur m.a. í sér prófílnafnið þitt og netfang, eins og nánar er lýst í 3. hluta persónuverndarstefnu okkar.
  2. Í gegnum notkun þína á Spotify-þjónustunni – Þegar þú notar eða opnar Spotify-þjónustuna söfnum við og vinnum úr upplýsingum um það sem þú gerir. Þetta nær m.a. til laga sem þú spilar og spilunarlista sem þú býrð til. Þetta er notkunargagnaflokkurinn í 3. hluta persónuverndarstefnu okkar.
  3. Persónuupplýsingar sem þú kýst að veita okkur aðgang að – Endrum og eins kannt þú einnig að afhenda okkur viðbótarpersónuupplýsingar eða veita okkur heimild til að safna persónuupplýsingum, s.s. til að bjóða þér upp á fleiri eiginleika eða virkni. Þetta getur m.a. náð til raddgagnaflokks, greiðslu- og kaupgagnaflokks og kannana- og rannsóknargagnaflokks í 3. hluta persónuverndarstefnu okkar.
  4. Persónuupplýsingar sem við fáum frá þriðju aðilum - Ef þú skráir þig í Spotify í gegnum aðra þjónustu eða tengir Spotify-reikninginn þinn við forrit, þjónustu eða tæki þriðja aðila fáum við upplýsingar um þig frá viðkomandi þriðju aðilum. Við kunnum einnig að fá upplýsingar um þig frá tækniþjónustuveitum, greiðslumiðlunum og samstarfsaðilum í auglýsinga- og markaðsmálum. Frekari upplýsingar eru í 3. hluta persónuverndarstefnu okkar.