Notkunarskilmálar Spotify

  1. Kynning

  2. Þjónusta Spotify sem við veitum.

  3. Notkun þín á þjónustu Spotify

  4. Efni og hugverkaréttindi

  5. Aðstoð við viðskiptavini, upplýsingar, spurningar og kvartanir

  6. Vandamál og ágreiningur

  7. Um skilmálana

1. Kynning

Vinsamlegast lestu þessa notkunarskilmála (þessa** „skilmála"**) gaumgæfilega, þar sem þeir stýra notkun þinni á (og aðgangi að) sérsniðinni þjónustu Spotify til að streyma tónlist og öðru efni, þ.m.t. öll vefsvæði okkar og hugbúnaðarforrit sem nota eða tengjast við þessa skilmála (kallast saman „þjónusta Spotify") og öll tónlist, hlaðvörp eða annað efni sem boðið er upp í gegnum þjónustu Spotify („Efnið").

Notkun á þjónustu Spotify gæti verið háð frekari skilmálum frá Spotify og þeir eru hér með taldir með í tilvísun í þessa skilmála.

Með skráningu þinni fyrir eða notkun á þjónustu Spotify samþykkir þú þessa skilmála. Ef þú samþykkir ekki þessa skilmála máttu ekki nota þjónustu Spotify eða fá aðgang að neinu efni.

Þjónustuveitandi

Þessir skilmálar gilda á milli þín og Spotify AB, Regeringsgatan 19, 111 53, Stokkhólmur, Svíþjóð.

Kröfur um aldur og gjaldgengi

Til að mega nota þjónustu Spotify og fá aðgang að efni þarftu að (1) vera 13 ára (eða samsvarandi lágmarksaldur í heimalandi þínu) eða eldri, (2) fá samþykki foreldris eða forráðamanns ef þú hefur ekki náð lögaldri í þínu heimalandi, (3) mega lagalega gangast undir bindandi samning við okkur án þess að nokkur gildandi lög banni það, og (4) búa í landi þar sem boðið er upp á þjónustuna. Þú lofar líka að allar skráningarupplýsingar sem þú sendir til Spotify séu sannar, nákvæmar og fullkomnar og þú samþykkir að halda þeim alltaf þannig. Ef þú hefur ekki náð lögaldri í þínum heimalandi þarf foreldri eða forráðamaður þinn að gangast undir þessa skilmála fyrir þína hönd. Hægt er að finna nánari upplýsingar um lágmarksaldur og kröfur í skráningarferlinu. Ef þú hefur ekki náð tilgreindum lágmarksaldri getur Spotify ekki skráð þig sem notanda.

2. Þjónusta Spotify sem við veitum.

Þjónustuvalmöguleikar Spotify

Við bjóðum upp á margvíslega þjónustuvalmöguleika Spotify. Ákveðnir þjónustuvalmöguleikar Spotify eru veittir án endurgjalds en greiða þarf fyrir aðra valmöguleika áður en hægt er að nota þá („greiddar áskriftir"). Einnig kunnum við að bjóða upp á sérstök kynningartilboð, áskriftir eða þjónustu, þar á meðal tilboð frá vörum og þjónustu utanaðkomandi aðila. Við berum enga ábyrgð á vörum og þjónustu sem utanaðkomandi aðilar veita.

Ótakmörkuð þjónusta er mögulega ekki fáanleg fyrir alla notendur. Við munum útskýra hvaða þjónusta er í boði fyrir þig þegar þú skráir þig fyrir þjónustunni. Ef þú segir upp áskrift þinni að ótakmörkuðu þjónustunni eða ef truflun verður á áskrift þinni að ótakmörkuðu þjónustunni (til dæmis ef þú breytir greiðsluupplýsingum þínum) geturðu mögulega ekki fengið aftur áskrift að ótakmörkuðu þjónustunni. Hafðu í huga að mögulega gæti ótakmörkuðu þjónustunni verið hætt í framtíðinni og þá muntu ekki lengur fá rukkun fyrir þjónustuna.

Prufuáskriftir

Við eða aðrir fyrir okkar hönd gætum af og til boðið upp á prufutímabil af greiddum áskriftum í ákveðinn tíma þar sem áskriftin er ókeypis eða á afslætti („prufuáskrift"). Með því að nota þjónustu Spotify í gegnum prufuáskrift samþykkir þú Spotify Premium skilmálar fyrir kynningarefni.

Forrit, tæki og opinn hugbúnaður utanaðkomandi aðila

Hægt er að nota þjónustu Spotify með, eða hún gæti átt samskipti við forrit, vefsvæði og þjónustu utanaðkomandi aðila („forrit utanaðkomandi aðila") og við einkatölvur, síma, spjaldtölvur, snjalltæki, hátalara og önnur tæki utanaðkomandi aðila („tæki"). Notkun þín á forritum og tækjum utanaðkomandi aðila gæti verið áð frekari skilmálum, kröfum og reglum sem viðeigandi utanaðkomandi aðili veitir þér. Spotify ábyrgist ekki að forrit og tæki utanaðkomandi aðila verði samhæf við þjónustu Spotify.

Takmarkanir og breytingar á þjónustu

Við notum hæfilegar aðferðir og kunnáttu til að halda þjónustu Spotify virkri og til að bjóða þér upp á sérsniðna og grípandi hljóðupplifun. Aftur á móti gæti þjónusta okkar og framboð á henni breyst af og til án skaðabótaábyrgðar til þín, háð gildandi lögum; til dæmis:

Ef þú hefur greitt fyrirfram beint til Spotify fyrir greidda áskrift sem Spotify hættir með fyrir lok fyrirframgreidda tímabilsins (eins og það er skilgreint í hlutanum um greiðslur og uppsagnir hér fyrir neðan), mun Spotify endurgreiða þér fyrirframgreiddu gjöldin fyrir ónotaða hlutann sem eftir var af greiddu áskriftinni áður en hún hætti. Reiknings- og greiðsluupplýsingarnar verða að vera uppfærðar til að við getum endurgreitt þér.

Spotify ber enga skaðabótaábyrgð eða skyldu til að endurgreiða þér vegna rofs á nettengingu eða þjónustu eða annarra bilana sem verða af völdum opinberra yfirvalda, annarra utanaðkomandi aðila eða óviðráðanlegra atburða.

3. Notkun þín á þjónustu Spotify

Spotify reikningur búinn til

Þú gætir þurft að búa til Spotify reikning til að nota alla þjónustu Spotify eða að hluta til. Notandanafn þitt og lykilorð eru einungis fyrir persónulega notkun þína og þeim skal halda leyndum. Þú skilur að þú berð ábyrgð á allri notkun (þ.m.t. óheimil notkun) á notandanafni þínu og lykilorði. Hafðu strax samband við þjónustudeild okkar ef notandanafn þitt eða lykilorð týnist eða er stolið eða ef þú telur að einhver hafi fengið óheimilan aðgang að reikningnum þínum.

Spotify er heimilt að taka yfir notandanafn þitt eða krefjast að þú breytir því, sama af hvaða ástæðu.

Réttur þinn til notkunar á þjónustu Spotify

Aðgangur að þjónustu Spotify

Háð fylgni þinni við þessa skilmála (ásamt öllum öðrum viðeigandi skilmálum), veitum við þér takmarkað, endurkallanlegt leyfi án einkaréttar til persónulegrar notkunar sem ekki er í atvinnuskyni á þjónustu Spotify og efninu (kallast sameiginlega „aðgangur"). Aðgangurinn telst vera í gildi nema og þar til þú eða Spotify segir honum upp. Þú samþykkir að þú munir ekki endurdreifa eða flytja þjónustu Spotify eða efnið.

Hugbúnaðarforrit Spotify og efnið eru með skráð leyfi, ekki seld eða flutt til þín og Spotify og leyfisveitendur þess halda eignarrétti á öllum afritum af hugbúnaðarforritum Spotify og efni jafnvel eftir uppsetningu þeirra í tækjunum þínum.

Eignarréttur Spotify

Þjónusta Spotify og efnið eru eign Spotify eða leyfisveitenda Spotify. Öll Spotify vörumerki, þjónustumerki, vöruheiti, nafnmerki, lénsheiti og allir aðrir eiginleikar Spotify vörumerkisins („eiginleikar Spotify vörumerkis") eru eign Spotify eða leyfisveitenda þess. Þessir skilmálar veita þér engan rétt á að nota eiginleika Spotify vörumerkisins, hvort sem það er í atvinnuskyni eða ekki.

Þú samþykkir að fara eftir notandareglum Spotify og að nota ekki þjónustu Spotify, efnið eða hluta þeirra á nokkurn hátt sem brýtur gegn þessum skilmálum.

Greiðslur og uppsagnir

Innheimta

Þú getur keypt greidda áskrift beint frá Spotify eða í gegnum utanaðkomandi aðila með því að:

● greiða áskriftargjald fyrirfram mánaðarlega eða með öðru reglulegu millibili sem er skilgreint áður en kaupin fara fram; eða

● greiða fyrirfram fyrir aðgang að þjónustu Spotify í ákveðinn tíma („fyrirframgreitt tímabil").

Skattur er reiknaður út samkvæmt upplýsingunum sem þú veitir okkur og gildandi taxta þegar mánaðarlega gjaldið er innheimt.

Ef þú kaupir aðgang að greiddri áskrift í gegnum utanaðkomandi aðilar gætu aðrir skilmálar við þann utanaðkomandi utanaðkomandi aðila gilt um notkun þína á þjónustu Spotify, til viðbótar við þessa skilmála. Ef þú kaupir greidda áskrift með því að nota kóða, inneignarkort, fyrirframgreitt tilboð eða annað tilboð frá Spotify eða sem er selt fyrir þeirra hönd, til að fá aðgang að greiddri áskrift („kóðar"), samþykkir þú um leið kortaskilmála Spotify.

Breytingar á verði og sköttum

Spotify gæti af og til breytt verðinu á greiddum áskriftum, þar með talin endurtekin áskriftargjöld, fyrirframgreitt tímabil (fyrir tímabil sem ekki er búið að greiða fyrir) eða kóðar (skilgreindir hér fyrir ofan), og mun tilkynna þér um allar verðbreytingar fyrirfram með hæfilegum fyrirvara. Verðbreytingar taka gildi við upphaf næsta áskriftartímabils eftir dagsetningu verðbreytingarinnar. Með fyrirvara um gildandi lög, þá telst þú hafa samþykkt nýja verðið ef þú heldur áfram að nota þjónustu Spotify eftir að verðbreytingin tekur gildi. Ef þú samþykkir ekki verðbreytingu geturðu hafnað henni með því að segja upp þeirri greiddu áskrift sem við á áður en verðbreytingin tekur gildi.

Skattar byggjast á þeim taxta sem gildir þegar mánaðarlegt gjald er innheimt. Þessar upphæðir geta breyst með tímanum með innlendum skattalögum í þínu landi, fylki, svæði eða jafnvel borg. Allar skattabreytingar fara sjálfkrafa í gildi samkvæmt reikningsupplýsingum þínum.

Endurnýjun og uppsögn

Fyrir utan greiddar áskriftir fyrir fyrirframgreitt tímabil, mun greiðsla þín til Spotify eða utanaðkomandi aðilans sem þú keyptir áskriftina frá endurnýjast sjálfkrafa í lok áskriftartímabilsins nema þú segir upp greiddu áskriftinni þinni áður en gildandi áskriftartímabili lýkur. Hafðu samband við þjónustudeild okkar hér til að fá upplýsingar um hvernig á að segja upp áskrift. Uppsögnin tekur gildi daginn eftir síðasta dag núverandi áskriftartímabils og þú mun einungis fá aðgang að ókeypis útgáfunni af þjónustu Spotify. Við endurgreiðum ekki eða gefum inneign vegna hluta af áskriftartímabilum, fyrir utan það sem kemur fram í þessum skilmálum.

Ef þú keyptir greidda áskrift með því að nota kóða verður áskrift þinni sagt upp sjálfkrafa í lok tímabilsins sem er tilgreint í kóðanum, eða þegar fyrirframgreidda inneignin dugar ekki til að greiða fyrir þjónustu Spotify.

Réttur til úrsagnar

Ef þú skráir þig í prufutímabil samþykkir þú að réttur til úrsagnar úr greiddu áskriftinni sem prufutímabilið er fyrir endar fjórtán (14) dögum eftir að þú byrjar prufutímabilið. Ef þú segir ekki upp greiddu áskriftinni áður en prufutímabilinu lýkur, missir þú réttinn til úrsagnar og leyfir Spotify að rukka þig sjálfkrafa um samþykkt verð í hverjum mánuði þar til þú segir greiddu áskriftinni upp. Fyrir prufutímabil sem eru styttri en fjórtán (14) dagar samþykkir þú að við veitum þér greiddu þjónustuna strax eftir að prufutímabilinu lýkur og að þú missir réttinn til úrsagnar frá þeim tímapunkti.

Ef þú kaupir greidda áskrift án prufutímabils samþykkir þú að þú hafir fjórtán (14) daga eftir kaupin til að segja henni upp af hvaða ástæðu sem er, og að þú verðir að greiða okkur fyrir þjónustuna sem var veitt þér fram að tímanum sem þú tilkynntir okkur að þú hefðir skipt um skoðun. . Þú samþykkir að við veitum þér þjónustuna strax eftir kaup þín á henni, að þú missir réttinn til úrsagnar og leyfir Spotify að rukka þig sjálfkrafa mánaðarlega þar til þú segir upp áskriftinni.

Notandareglur

Við höfum samið reglur um notkun á þjónustu Spotify til að tryggja að allir fái ánægju af notkun þjónustunnar („notandareglur Spotify"). Þegar þú notar þjónustu Spotify verður þú að fara eftir notandareglum Spotify ásamt öllum gildandi lögum, reglum og reglugerðum og virða hugverkarétt, persónuvernd og önnur réttindi utanaðkomandi aðila.

Fyrirtækisreikningar

Ef þú býrð til reikning á Spotify fyrir hönd fyrirtækis, stofnunar, aðila eða vörumerkis („fyrirtæki" og þannig reikningur kallast „fyrirtækisreikningur") eru hugtökin „þú", „þig", „þér" og „þín", eins og þau koma fram í þessum skilmálum (ásamt öðrum Spotify skilmálum sem vísað er í hér) notuð bæði fyrir þig og fyrirtækið.

Ef þú býrð til fyrirtækisreikning staðfestir þú og ábyrgist að þú megir veita allar heimildir og leyfi sem eru tilgreind í þessum skilmálum (ásamt öllum öðrum viðeigandi skilmálum Spotify) og binda fyrirtækið við þessa skilmála.

Fyrirtæki er heimilt að fylgja notendum og búa til spilunarlista og deila þeim, svo lengi sem fyrirtækið aðhafist ekkert sem gæti verið túlkað sem stuðningur eða viðskiptasamband á milli fyrirtækisins og notandans sem það fylgir, lagahöfundarins eða annars einstakling, nema fyrirtækið hafi sjálft aflað réttinda til að gefa slíkan stuðning í skyn. Auk þess verða fyrirtæki að upplýsa notendur á gagnsæjan hátt um allan stuðning eða styrk frá þeim til listamanna, lagahöfunda, notenda eða annarra aðila og þau verða að fara eftir öllum gildandi lögum, reglugerðum og starfsháttum þegar það aðhefst það sem lýst er hér á undan.

Útflutningur og viðskiptabönn

Vörur Spotify gætu verið háðar bandarískum lögum og reglugerðum um útflutning og endurútflutning, eða svipuðum lögum sem gilda í öðrum lögsögum, þar á meðal reglugerðir um útflutningsstjórnun („Export Administration Regulations", „EAR") sem er viðhaldið af bandaríska viðskiptaráðuneytinu, viðskiptabönn og efnahagsþvinganir sem er haldið uppi af skrifstofu erlends eignaeftirlits („Treasury Department's Office of Foreign Assets Control" („OFAC"), og reglugerðir um alþjóðleg vopnaviðskipti („International Traffic in Arms Regulations" („ITAR"), sem er viðhaldið af bandaríska utanríkisráðuneytinu. Þú staðfestir að þú ert (1) ekki í landi þar sem Bandaríkin hafa lagt viðskiptabann á vörur eða beitt öðrum efnahagsþvingunum, og (2) ekki bannaður aðili samkvæmt skilgreiningu í gildandi lögum eða reglugerðum um útflutning og endurútflutning eða svipuðum lögum sem gilda í öðrum lögsögum, eða ekki á neinum opinberum lista bandarískra yfirvalda yfir bannaða aðila.

Þú samþykkir að fara eftir öllum gildandi lögum og reglugerðum um útflutning og endurútflutning, þar á meðal en takmarkast ekki við EAR-reglugerðina og viðskiptabönn og efnahagsþvinganir sem er haldið uppi af OFAC. Nánar tiltekið samþykkir þú að ekki nota, selja, flytja út, endurflytja út, flytja, beina, gefa út eða veita á annan hátt – hvort sem það er beint eða óbeint – vörur, hugbúnað eða tækni (þar á meðal vörur sem koma frá eða byggjast á slíkri tækni) sem þú hefur fengið frá Spotify samkvæmt þessum skilmálum, til áfangastaðar, aðila eða einstaklings eða fyrir endanotkun sem er bönnuð samkvæmt EAR-reglugerðinni og viðskiptabönnum og efnahagsþvingunum sem OFAC heldur uppi, eða samkvæmt gildandi lögum eða reglugerðum í Bandaríkjunum eða annarri lögsögu, nema að fengnu leyfi frá þar til bærum opinberum yfirvöldum samkvæmt ákvæðum í þessum lögum og reglugerðum.

4. Innihald og hugverkaréttindi

Efni frá notendum

Efnið sem þú birtir í þjónustunni

Notendur Spotify mega birta, hlaða upp eða veita efni á annan hátt til þjónustu Spotify („efni frá notendum"). Til að koma í veg fyrir allan vafa þýðir „efni frá notendum" felur í sér allar upplýsingar, efni og annað efni sem notendur bæta við, búa til, hlaða upp, senda, dreifa eða birta á þjónustu Spotify (einnig áhjálparsíðu Spotify ).

Þú berð ábyrgð á öllu efni sem þú birtir sem notandi.

Þú lofar að hvað varðar það efni sem þú birtir á Spotify sem notandi að (1) þú eigir eða eigir rétt á að birta slíkt efni; (2) slíkt efni eða notkun Spotify á því samkvæmt leyfinu sem er veitt hér fyrir neðan: (i) brjóti ekki gegn þessum skilmálum, gildandi lögum eða hugverkaréttindum eða öðrum réttindum utanaðkomandi aðila; eða (ii) gefi ekki í skyn tengsl eða stuðning Spotify, eða annarra listamanna, hljómsveitar, plötuútgáfu eða annars einstaklings eða aðila við þig eða efni frá þér, nema að fengnu skriflegu leyfi frá Spotify eða slíkum einstaklingi eða aðila.

Þegar þú birtir eða deilir efni sem notandi eða öðrum upplýsingum á þjónustu Spotify, hafðu þá í huga að efnið og aðrar upplýsingar verða aðgengilegar almenningi og kunna að vera notuð og þeim deilt aftur af öðrum á þjónustu Spotify og á netinu. Sýndu því aðgát þegar þú birtir eða deilir efni á þjónustu Spotify og gættu að reikningsstillingum þínum. Spotify ber ekki ábyrgð á því sem þú eða aðrir birta eða deila á þjónustu Spotify.

Eftirlit með efni frá notendum

Spotify gæti, en er ekki skylt að gera það, haft eftirlit með eða farið yfir efni frá notendum. Spotify áskilur sér réttinn til að fjarlægja efni frá notendum eða takmarka aðgang að því án ástæðu. Spotify er heimilt að grípa til þessara aðgerða án þess að tilkynna þér um þær fyrirfram.

Leyfi sem þú veitir okkur

Efni frá notendum

Þú heldur eignarrétti þínum á efninu sem þú birtir á þjónustunni sem notandi. Aftur á mót, til að við getum gert efni frá notendum aðgengilegt á þjónustu Spotify þurfum við að fá takmarkað leyfi frá þér fyrir því efni. Í samræmi við það veitir þú Spotify hér með leyfi sem er án einkaréttar, má flytja, veita undirleyfi fyrir, án þóknana, greitt að fullu, óafturkræft og alþjóðlegt, til að endurgera, veita, framkvæma og sýna, þýða, breyta, gera afleidd verk frá, dreifa og nota á annan hátt allt efni frá þér sem notandi í gegnum alla miðla, bæði eitt og sér eða með öðru efni, á allan hátt og með öllum leiðum, aðferðum og tækni, bæði þekktri nú og nýrri tækni í framtíðinni, í tengslum við þjónustu Spotify. Þar sem við á og að því leyti sem gildandi lög heimila, samþykkir þú einnig að afsala þér og krefjast ekki „siðferðilegs réttar" eða jafngilds réttar, svo sem réttar þíns til að vera nefndur höfundur efnis frá notendum, þar með talin ummæli, og réttinum til að mótmæla niðrandi meðferð á slíku efni frá notendum.

Ummæli

Ef þú veitir hugmyndir, tillögur eða önnur ummæli í tengslum við notkun þína á þjónustu Spotify eða efni („ummæli") er slíkt efni ekki trúnaðarmál og Spotify er heimilt að nota það án takmarkana og án greiðslu til þín. Ummæli teljast vera tegund efnis frá notendum í þessum skilmálum.

Tækið þitt.

Þú veitir okkur einnig rétt á (1) að leyfa þjónustu Spotify að nota örgjörva, bandvídd og vista fastbúnað í tækinu þínu til að geta veitt þjónustu Spotify, (2) að birta þér auglýsingar og aðrar upplýsingar og að leyfa samstarfsaðilum okkar að gera hið sama, í samræmi við persónuverndarstefnu Spotify.

Upplifun efnis

Allir þættir þjónustu Spotify, efnisins sem þú færð aðgang að, þar á meðal val á því og staðsetning, geta verið undir áhrifum viðskiptaákvarðana, þar á meðal samningar Spotify við utanaðkomandi aðila.

Sumt efni sem er undir leyfi Spotify, veitt þangað, búið til af eða sem Spotify veitir á annað hátt (t.d. hlaðvörp) gæti innihaldið auglýsingar og Spotify ber ekki ábyrgð á slíkum auglýsingum.

Kröfur vegna brota á höfundarrétti

Spotify virðir hugverkaréttindi höfunda. Ef þú telur að efni brjóti gegn höfundarrétti þínum skaltu lesa reglur Spotify um höfundarrétt.

5. Aðstoð við viðskiptavini, upplýsingar, spurningar og kvartanir

Hjálparsíða Spotify

Hjálparsíða Spotify er staður fyrir samræður og upplýsingaskipti, ábendingar og annað sem tengist þjónustu Spotify. Með því að nota hjálparsíðu Spotify, samþykkir þú skilmála hennar.

Ef þú vilt tala við okkur, smelltu hér til að fá frekari upplýsingar.

Aðstoð við viðskiptavini, upplýsingar, spurningar, kvartanir

Til að fá aðstoð vegna spurninga sem tengjast reikningi og greiðslum („fyrirspurnir til þjónustudeildar") geturðu notað leiðirnar sem er lýst í hlutanum Um okkur á vefsvæði okkar.

Ef þú vilt spyrja að einhverju varðandi þjónustu Spotify eða þessa skilmála (eða aðra skilmála Spotify sem vísað er í hér) biðjum við þig um að hafa samband við þjónustudeild Spotify með því að fara í hlutann „Um okkur" á vefsvæði okkar.

Ef þú býrð í Evrópusambandslandi geturðu einnig lagt fram kvörtun á vefsvæðinu fyrir lausn deilumála (ODR-vefsvæði). ODR-vefsvæðið má finna á þessum tengli: https://ec.europa.eu/consumers/odr.

6. Vandamál og ágreiningur

Lokað á þjónustu Spotify eða henni sagt upp

Þessir skilmálar haldast í gildi þar til þú eða Spotify segir þeim upp. Spotify er heimilt að segja þessum skilmálum upp (ásamt öllum öðrum skilmálum sem vísað er í hér) eða loka á aðgang þinn að þjónustu Spotify hvenær sem er ef við teljum að þú hafir brotið gegn þessum skilmálum, ef við hættum að veita þjónustu Spotify eða efnislegan hluta hennar með hæfilegum fyrirvara til þín, eða eftir því sem við teljum nauðsynlegt til að fara eftir gildandi lögum. Ef þú eða Spotify segir þessum skilmálum upp eða ef Spotify lokar á aðgang þinn að þjónustu Spotify, samþykkir þú að Spotify beri enga skaðabótaskyldu eða ábyrgð, með fyrirvara um gildandi lög, til þín og (fyrir utan það sem lýst er í þessum skilmálum) að Spotify muni ekki endurgreiða neinar upphæðir sem þú hefur þegar innt af hendi. Þér er heimilt að segja upp þessum skilmálum hvenær sem er, en þá máttu ekki lengur fá aðgang að þjónustu Spotify eða nota hana. Til að fá upplýsingar um hvernig þú getur sagt upp Spotify reikningnum þínum geturðu skoðað upplýsingarnar á síðunni Um okkur.

Kaflar 4 (Efni og hugverkaréttindi), 3 (Notkun þín á þjónustu Spotify), 2 (Þjónusta Spotify sem við veitum), 6 (Vandamál og ágreiningur), 7 (Um þessa skilmála) í þessum skilmálum og og allir aðrir kaflar í þessum skilmálum sem verða gagngert eða samkvæmt eðli sínu að haldast í gildi eftir uppsögn þeirra, skulu gilda áfram eftir uppsögn.

Fyrirvarar um ábyrgð

Spotify mun veita þjónustu Spotify með því að nota hæfilegar aðferðir og kunnáttu og í samræmi við allar lýsingar sem Spotify veitir á þjónustu Spotify. Með fyrirvara um þetta, þá er þjónusta Spotify veitt í því ástandi sem hún er og samkvæmt framboði, án nokkurrar ábyrgðar, hvorki beinnar, óbeinnar eða lögbundinnar. Auk þess afsala Spotify og allir eigendur efnis sér beinni, óbeinni og lögbundinni ábyrgð varðandi efnið, þar á meðal ábyrgðir um fullnægjandi gæði, söluhæfi, hæfi fyrir ákveðinn tilgang eða brot gegn höfundarrétti. Hvorki Spotify né eigendur efnis ábyrgjast að þjónusta Spotify eða efnið séu laus við spilliforrit eða aðra skaðlega íhluti. Auk þess heldur Spotify engu fram um eða tryggir eða ábyrgist forrit utanaðkomandi aðila (eða efni þeirra), efni frá notendum, tæki eða vörur eða þjónustu sem utanaðkomandi aðili auglýsir, kynnir eða býður upp á í gegnum þjónustu Spotify eða tengda vefsíðu, og Spotify ber enga ábyrgð á viðskiptum á milli þín og utanaðkomandi veitenda fyrir framangreint. Allar ráðleggingar og upplýsingar sem þú færð frá Spotify, hvort sem þær eru munnlegar eða skriflegar, teljast ekki vera sem trygging af hálfu Spotify. Á meðan þú notar þjónustu Spotify getur þú notað síur sem loka á óæskilegt efni, en notkun á þessum síum gæti samt sem áður leitt til þess að sumt óæskilegt efni verði birt þér og þú ættir ekki að treysta á að slíkar síur geti fjarlægt allt óæskilegt efni. Þessi kafli gildir að svo miklu leyti sem gildandi lög leyfa.

Sumar lögsögur leyfa ekki útilokun óbeinna ábyrgða eða takmarkanir á viðeigandi lögbundin réttindi neytanda. Því gætu útilokanirnar og takmarkanirnar í þessum kafla mögulega ekki átt við um þig og ekkert af því mun hafa áhrif á lögbundin réttindi þín.

Takmörkun ábyrgðar og tíma til að leggja fram kröfu

Með fyrirvara um gildandi lög samþykkir þú að eina úrlausn þín á vandamálum eða óánægju með þjónustu Spotify sé að taka niður Spotify hugbúnað og hætta að nota þjónustu Spotify. Þú samþykkir að Spotify beri engar skyldur eða ábyrgð vegna eða í tengslum við forrit utanaðkomandi aðila eða efni þeirra sem er veitt í gegnum þjónustu Spotify eða í tengslum við hana, og þó svo að samband þitt við slík forrit utanaðkomandi aðila gætu verið háð sérstökum samningum við slíka utanaðkomandi aðila, er eina úrlausn þín, eins og með Spotify, á vandamálum eða óánægju með forrit utanaðkomandi aðila að taka niður slík forrit eða hætta að nota þau.

**Spotify, fulltrúar þess, hluthafar, starfsfólk, umboðsmenn, yfirmenn, dótturfélög, hlutdeildarfélög, eftirmenn, verktakar, birgjar eða leyfisveitendur munu í engum tilfellum bera ábyrgð á (1) beinu, sérstöku, óbeinu, refsitengdu, eða afleiddu tjóni; (2) tapi á notkun, gögnum, viðskiptum eða hagnaði (beinum eða óbeinum) í öllum málum sem verða til vegna notkunar eða vangetu til að nota þjónustu Spotify, tæki, forrit utanaðkomandi aðila eða efni þeirra; eða (3) uppsafnaðri skaðabótaábyrgð frá öllum kröfum sem tengjast þjónustu Spotify, forritum utanaðkomandi aðila eða efni þeirra, að hærri upphæð en (a) upphæðin sem þú greiddir Spotify tólf mánuðina fyrir fyrstu kröfuna; eða (b) $30,00. Öll skaðabótaábyrgð sem við berum vegna taps sem þú verður fyrir er stranglega takmarkað við tap sem hægt var að sjá fyrir. **

Til útskýringar, þessir skilmálar takmarka ekki skaðabótaábyrgð Spotify vegna svika, rangfærslna, andáts eða líkamstjóns að svo miklu leyti sem gildandi lög myndu banna slíka takmörkun og fyrir aðra skaðabótaábyrgð sem gildandi lög banna takmörkun eða útilokun á.

**Fyrir utan þar sem gildandi lög banna slíka takmörkun, skulu allar kröfur sem verða til undir þessum skilmálum vera lagðar fram (með því að leggja fram beiðni um úrlausn ágreining eða sérstaka kröfu samkvæmt samningi um úrlausn ágreining hér fyrir neðan) innan eins (1) árs frá dagsetningunni sem aðilinn sem leggur fram kröfuna veit fyrst eða ætti að vita af athæfinu, aðgerðaleysi eða galla sem gefa tilefni til kröfunnar; og ekki er boðið upp á úrlausn neinnar kröfu sem ekki er lögð fram innan þessa tímabils. **

Réttindi utanaðkomandi aðila

Þú viðurkennir og samþykkir að eigendur efnisins og ákveðnir dreifingaraðilar (svo sem veitendur forritaverslana) eru ætlaðir rétthafar þessara skilmála og eiga rétt á að beita þessum skilmálum beint gegn þér. Fyrir utan það sem lýst er í þessum kafla, er þessum skilmálum ekki ætlað að veita neinum réttindi fyrir utan þér og Spotify, og þessir skilmálar skulu í engum tilfellum búa til réttindi fyrir utanaðkomandi aðila.

Ef þú hefur sótt símaforrit okkar (kallast hvert um sig „app") frá Apple Inc. („Apple") App Store eða ef þú notar appið í iOS tæki, staðfestir þú að þú hafir lesið, skilið og að þú samþykkir eftirfarandi tilkynningu um Apple. Þessir skilmálar eru einungis á milli þín og Spotify, ekki við Apple, og Apple ber enga ábyrgð á þjónustu Spotify og efni hennar. Apple ber engin skylda til að bjóða upp á viðhald og aðstoð í tengslum við þjónustu Spotify. Ef þjónusta Spotify getur ekki uppfyllt viðeigandi ábyrgð, er þér heimilt að tilkynna Apple um það og Apple mun endurgreiða þér kaupverðið appsins, og eftir því sem gildandi lög leyfa, ber Apple engin ábyrgðarskylda á hendur þjónustu Spotify. Apple ber ekki ábyrgð á að svara kröfum frá þér eða utanaðkomandi aðila vegna þjónustu Spotify eða eignar eða notkunar þinnar á þjónustu Spotify, þar á meðal (1) skaðabótakröfur vegna vöru; (2) kröfur um að þjónusta Spotify hafi ekki uppfyllt viðeigandi lagalegar eða reglubundnar skyldur; (3) kröfur sem verða vegna neytendavernda eða svipaðra laga; og (4) kröfur sem varða brot gegn hugverkarétti. Apple ber ekki ábyrgð á rannsókn, vörn, samþykkt og lausn á kröfum utanaðkomandi aðila um að þjónusta Spotify eða eign og notkun þín á appinu brjóti gegn hugverkarétti þess utanaðkomandi aðila. Þú samþykkir að fara eftir öllum viðeigandi skilmálum utanaðkomandi aðila þegar þú notar þjónustu Spotify. Apple og dótturfélög Apple eru utanaðkomandi rétthafar í þessum skilmálum og þegar þú samþykkir þessa skilmála á Apple rétt á (og telst hafa samþykkt þann rétt) að beita þessum skilmálum gegn þér sem utanaðkomandi rétthafi þeirra.

Skaðleysi

Þú samþykkir að halda Spotify skaðlausu frá öllu fyrirsjáanlegu beinu tapi, tjóni og hæfilegum kostnaði (þar á meðal hæfileg gjöld og kostnaður lögmanns) sem Spotify verður fyrir eða þarf að greiða vegna eða í tengslum við: (1) brot þitt á þessum skilmálum (ásamt öllum öðrum skilmálum Spotify sem vísað er í hér); (2) allt efni sem þú birtir sem notandi eða leggur fram á annan hátt; (3) allar aðgerðir þínar sem þú gerir á eða í gegnum þjónustu Spotify; og (4) brot þitt á lögum eða réttindum utanaðkomandi aðila.

Gildandi lög, gerðardómur og staður

6.1 Gildandi lög/lögsaga

Fyrir utan það sem lög í þínu búsetulandi krefjast, skulu samningarnir (og allur ósamningsbundinn ágreiningur/kröfur sem verða vegna eða í tengslum við þá) heyra undir lög fylkisins eða landsins hér á eftir, án tillits til vals eða lagaágreinings.

Auk þess samþykkir þú og Spotify að nota lögsögu eftirfarandi dómstóla til að leysa úr öllum ágreiningi, kröfum eða deilum sem koma upp í tengslum við samningana (og öllum ósamningsbundnum ágreiningi/kröfum sem koma upp í tengslum við þá), fyrir utan þar sem lög heimila að þú getir valið um að færa málsmeðferð til búsetulands þíns, eða þar sem okkur er skylt að færa allar málsmeðferðir til búsetulands þíns.

Land eða svæði Val um lög Lögsaga
Öll önnur lönd og svæði þar sem hægt er að nota Spotify Svíþjóð Með einkalögsögu; dómstólar Svíþjóðar
Búlgaría, Kýpur, Eistland, Frakkland, Hong Kong, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Mónakó, Noregur, Filippseyjar, Portúgal, Slóvakía, Spánn, Tyrkland Sænsk lög Ekki með einkalögsögu; dómstólar Svíþjóðar
Brasilía Brasilísk lög Með einkalögsögu: Ríki og ríkisdómstólar São Paulo, São Paulo, Brasilía
Kanada Gildir ekki fyrir íbúa í Quebec: lög Ontario-fylkis. Íbúar Quebec: Lög Quebec-fylkis, Kanada Gildir ekki fyrir íbúa í Quebec: Einkalögsaga fyrir utan fullnustu dómsúrskurðar; dómstólar Ontario, Kanada. Íbúar Quebec: Dómstólar Quebec, Kanada
Argentína, Bólivía, Chile, Kólumbía, Kosta Ríka, Dóminíska lýðveldið, Ekvador, El Salvador, Gvatemala, Hondúras, Níkaragva, Panama, Paragvæ, Perú, Úrúgvæ Kaliforníuríki, Bandaríkin Með einkalögsögu; Ríki og dómstólar San Francisco, CA eða New York, NY.
Stóra-Bretland Lög Englands og Wales Með einkalögsögu

6.2 AFSAL HÓPMÁLSÓKNA

ÞAR SEM GILDANDI LÖG HEIMILA, SAMÞYKKIR ÞÚ OG SPOTIFY AÐ HVORUM AÐILA FYRIR SIG SÉ HEIMILT AÐ HÖFÐA MÁLSÓKN GEGN HINUM EINUNGIS SEM EINSTAKLINGUR OG EKKI SEM SÆKJANDI EÐA MEÐLIMUR Í HÓPMÁLSÓKN. Nema þú og Spotify samþykki, má enginn dómari hópa saman kröfur fleiri en eins aðila eða dæma í hópmálsókn þeirra.

6.3 GERÐARDÓMUR

Ef þú ert staðsett/ur í, með búsetu, skrifstofur eða stundar viðskipti í lögsögu þar sem þessi kafli 6.3. er aðfararhæfur, gilda eftirfarandi skylduákvæði um þig:

6.3.1 Úrlausn ágreinings og gerðardómur

Þú og Spotify samþykkja að allur ágreiningur, krafa eða deilur á milli þín og Spotify sem verða vegna eða í tengslum við þessa samninga eða samband þitt við Spotify sem notandi þjónustunnar (hvort sem það byggist á samningi, skaðabótum, lögum, svikum, rangfærslum eða öðrum lögfræðikenningum og sama hvort kröfurnar verði til á gildistíma samninganna eða eftir uppsögn þeirra) verði meðhöndluð með bindandi gerðardómi. Gerðardómur er óformlegri en málsmeðferð fyrir rétti. ÞAÐ ER ENGINN DÓMARI EÐA KVIÐDÓMUR Í GERÐARDÓMI OG UMSÖGN DÓMSTÓLA VEGNA ÚRSKURÐAR GERÐARDÓMS ER TAKMÖRKUÐ. Uppgötvun gæti verið takmarkaðri heldur en fyrir rétti. Gerðardómari verður að fara eftir þessum samningi og getur veitt sömu skaðabætur og bætur og dómstóll (að lögmannskostnaði meðtöldum), fyrir utan að gerðardómari má ekki veita úrskurð eða lögbann öðrum en aðilum gerðardóms til bóta. Þetta ákvæði um gerðardóm gildir eftir uppsögn samninganna.

6.3.2 Undantekningar

Þrátt fyrir ákvæðin í kafla 6.3.1 hér fyrir ofan, samþykkir þú og Spotify að ekkert í þeim afsali, komi í staðinn fyrir eða takmarki á annan hátt réttindi ykkar, á hvaða tíma sem er, til að (1) hefja einstaklingsbundna málsmeðferð fyrir smákröfudómstóli, (2) krefjast fullnustuaðgerða í gegnum viðeigandi opinber eða staðbundin yfirvöld þar sem slíkt er hægt, (3) leita bóta fyrir rétti, eða (4) höfða mál fyrir dómstólum vegna brota á höfundarrétti.

6.3.3 Reglur gerðardóms

Annað hvort þú eða við megum hefja mál fyrir gerðardómi. Gerðardómur á milli þín og Spotify verður úrskurðaður samkvæmt gildandi reglum International Chamber of Commerce um gerðardóm („ICC" og „reglur ICC") á þeim tíma, af einum eða fleiri gerðardómurum sem eru útnefndir í samræmi við reglur ICC, samkvæmt breytingum í þessum samningum og hann verður undir stjórn International Court of Arbitration hjá ICC.

Allur gerðardómur mun fara fram á ensku, og fyrir utan það sem lög meðlimalands Evrópusambandsins eða annarrar lögsögu krefjast, skulu lögin sem gerðardómurinn fer eftir vera lög [viðeigandi ríkis eða lands sem lýst er í kafla 6.1] án tillits til vals eða lagaágreinings.

6.3.4 Frestur til að leggja fram kröfu

Allur gerðardómur verður að hefjast með því að leggja fram kröfu innan EINS (1) ÁRS eftir dagsetninguna sem aðilinn sem leggur fram kröfuna veit fyrst eða ætti að vita af athæfinu, aðgerðaleysi eða galla sem gefa tilefni til kröfunnar; og ekki er boðið upp á úrlausn neinnar kröfu sem ekki er lögð fram innan þessa tímabils. Ef gildandi lög banna eins árs lokafrest til að leggja fram kröfu verður að leggja fram kröfu innan stysta lokafrestsins sem gildandi lög leyfa.

6.3.5 Tilkynning; ferli

Aðili sem vill leita réttar síns fyrir gerðardómi verður fyrst að senda skriflega tilkynningu um ágreininginn til mótaðilans, í ábyrgðarpósti eða með Federal Express (gegn undirskrift) eða í tölvupósti ef við höfum ekki eiginlegt heimilisfang á skrá fyrir þig („tilkynning"). Heimilisfang Spotify fyrir tilkynningu er: [Spotify, Attn: General Counsel, 4 World Trade Center, 150 Greenwich Street, 62nd Floor, New York, New York 10007, USA]. Tilkynningin verður að (1) lýsa eðli og ástæðu kröfunnar eða ágreiningsins; og (2) lýsa bótunum sem er krafist („krafa"). Við samþykkjum að bregðast við í góðri trú til að leysa beint úr kröfunni, en ef sáttum er ekki náð innan 30 daga frá móttöku tilkynningarinnar er þér eða Spotify heimilt að senda kröfuna til gerðardóms. Á meðan gerðardómur stendur yfir má ekki tilkynna gerðardómara um sáttaupphæð frá þér eða Spotify fyrr en eftir að gerðardómari tekur lokaákvörðun og veitir bætur, ef einhverjar eru. Ef ágreiningur leysist að lokum í gegnum gerðardóm þér í hag mun Spotify greiða þér (1) upphæðina sem gerðardómari ákvað, ef einhver er, (2) síðustu skriflegu sáttaupphæðina sem Spotify bauð til að ná sáttum áður en gerðardómari úrskurðaði bætur; eða (3) $1,000.00, hvort sem er hærra. Öll skjöl og upplýsingar sem eru birt á meðan gerðardómurinn stendur yfir skulu teljast sem trúnaðargögn og viðtakandi þeirra má ekki nota þau í neinum öðrum tilgangi en fyrir gerðardóminn eða til að fullnusta ákvörðun og bætur gerðardómara og ekki má birta þau nema í trúnaði til einstaklinga sem þurfa að sjá þau í þeim tilgangi eða eftir því sem gildandi lög krefjast. Fyrir utan það sem þarf til að fullnusta ákvörðun og bætur gerðardómara, skal hvorki þú né Spotify birta opinbera tilkynningu eða ummæli eða auglýsingu um gerðardóminn, þar á meðal en takmarkast ekki við, þá staðreynd að ágreiningur ríki á milli aðilana, að gerðardómurinn sé til eða ákvörðun eða bætur gerðardómara.

6.3.6 Breytingar

Ef Spotify gerir einhverjar breytingar á þessu ákvæði um gerðardóm (fyrir utan breytingu á heimilisfangi Spotify fyrir tilkynningu), er þér heimilt að hafna slíkum breytingum með því að senda okkur skriflega tilkynningu innan 30 daga frá breytingunni, til heimilisfangs Spotify fyrir tilkynningu, og í því tilfelli verður reikningi þínum hjá Spotify lokað tafarlaus og þetta ákvæði um gerðardóm, eins og það gilti fyrir breytingarnar sem þú hafnaði, skal gilda áfram.

6.3.7 Aðför

Ef undanþága frá hópmálsóknunum í kafla 6.2 reynist vera óaðfararhæf fyrir gerðardómi, eða ef einhver hluti þessa kafla 6.3 reynist vera ógildur eða óaðfararhæfur, þá skal allur kafli 6.3 teljast ógildur og í því tilfelli samþykkja aðilarnir að sú einkalögsaga og staður sem lýst er í kafla 6.1 skuli ráða í öllum málum sem verða vegna eða í tengslum við samningana og ekki verður komið í veg fyrir að þú getir hafið málsmeðferð á hvaða tíma sem er.

7. Um skilmálana

Samkvæmt gildandi lögum átt þú ákveðin réttindi sem samningar geta ekki takmarkað. Þessir skilmálar eru á engan hátt ætlaðir til að takmarka þessi réttindi.

Breytingar

Við kunnum að gera breytingar á þessum skilmálum (ásamt öllum öðrum skilmálum Spotify sem vísað er í hér) af og til með því að tilkynna þér um slíkar breytingar með sanngjörnum hætti (áður en þær taka gildi), þar á meðal með því að birta breyttan samning um viðeigandi þjónustu Spotify (að því tilskildu að fyrir efnislegar breytingar munum við reyna að tilkynna þær einnig í gegnum tölvupóst, í sprettiglugga í þjónustunni eða með öðrum aðferðum). Allar slíkar breytingar munu ekki gilda um ágreining á milli þín og okkar sem varð til áður en við birtum breyttu skilmálana eða aðra skilmála Spotify sem innleiða slíkar breytingar, eða tilkynntum þér um slíkar breytingar. Notkun þín á þjónustu Spotify eftir breytingar á þessum skilmálum telst jafngilda samþykki þínu fyrir slíkum breytingum. Ef þú vilt ekki halda áfram að nota þjónustu Spotify samkvæmt uppfærðu skilmálunum geturðu sagt upp reikningi þínum með því að hafa samband við okkur. Gildisdagurinn efst í þessu skjali sýnir hvenær þessum skilmálum var breytt síðast.

Allur samningurinn

Fyrir utan það sem kemur fram í þessum kafla eða sem hefur verið samþykkt skriflega á milli þín og Spotify, teljast þessir skilmálar vera allir skilmálar sem þú og Spotify samþykkja og þeir koma í staðinn fyrir alla fyrri samninga hvað varðar viðfangsefni þessara skilmála, bæði munnlega og skriflega. Eins og fram kom hér fyrir ofan eru aðrir skilmálar um notkun á þjónustu Spotify innleiddir hér með tilvísun, þar á meðal eftirfarandi skilmálar: Skilmálar fyrir Spotify Premium; kortaskilmálar Spotify; notandareglur Spotify; höfundarréttarstefna Spotify og skilmálar fyrir hjálparsíðu Spotify.

Riftun og afsal

Fyrir utan það sem kemur fram í þessum skilmálum, ef eitthvert ákvæði þessara skilmála reynist vera ógilt eða óaðfararhæft, sama af hvaða ástæðu eða leyti, skulu önnur ákvæði skilmálana ekki verða fyrir áhrifum af því og beiting þess ákvæðis skal gerð að svo miklu leyti sem lög heimila.

Ef Spotify eða utanaðkomandi rétthafi lætur hjá líða að nýta sér þessa skilmála eða ákvæði þeirra, telst það ekki sem afsal á rétti Spotify eða utanaðkomandi aðila til að nýta sér þá.

Framsal

Spotify er heimilt að framselja þessa skilmála í heild eða að hluta til, og má framselja í heild eða hluta til öll réttindi sín og skyldur samkvæmt þessum skilmálum. Þér er ekki heimilt að framselja þessa skilmála í heild eða að hluta til, né heldur áframsenda eða veita undirleyfi fyrir réttindum þínum í þessum skilmálum til utanaðkomandi aðila.