Stefna Spotify varðandi hugverkarétt

1. Um þessa stefnu

Þessi stefna varðandi hugverkarétt lýsir því hvernig við meðhöndlum kröfur vegna brota á hugverkarétti á vefsvæðum, forritum og þjónustu Spotify („Spotify-þjónustan").

Spotify virðir hugverkarétt og væntir þess að notendur Spotify geri slíkt hið sama. Við notkun Spotify-þjónustunnar þurfa notendur að fara eftir notendaleiðbeiningum Spotify, sem og gildandi lögum, reglum og reglugerðum, og virða hugverkarétt, persónuvernd og önnur réttindi þriðju aðila.

2. Höfundarréttur

Hvað er höfundarréttur

Höfundarréttur er lagalegur réttur sem ætlað er að vernda upprunaleg verk höfunda (t.d. tónlist, myndlist og bækur). Eigandi höfundaréttar hefur einkarétt á tiltekinni notkun á sköpunarverki, þar á meðal afritun, dreifingu og birtingu viðkomandi verks. Almennt verndar höfundaréttur upprunalega tjáningu; hann verndar ekki það sem flokkast getur sem staðreyndir og hugmyndir. Höfundaréttur verndar heldur almennt ekki hluti eins og nöfn, titla og slagorð. Þar getur annar lagalegur réttur sem kallast vörumerki hins vegar átt við (sjá hér að neðan).

Nokkrar undantekningar gilda þó um höfundarrétt. Í sumum löndum geta t.d. aðrir en handhafar höfundaréttar notað höfundarréttarvarið efni svo fremi sem sú notkun er sanngjörn, svo sem við umfjöllun, gagnrýni eða skopstælingar.

Hvernig á að tilkynna brot á höfundarrétti

Ef þú ert handhafi höfundarréttar, eða umboðsaðili handhafa, og þú telur að efni sem er aðgengilegt í gegnum Spotify-þjónustuna brjóti gegn höfundarréttarvörðu verki frá þér skaltu nota þetta vefeyðublað til að senda inn tilkynningu um meint höfundarréttarbrot. Einnig má senda tilkynningu um meint höfundarréttarbrot til tilnefnds höfundarréttarfulltrúa Spotify á eftirfarandi heimilisfang, ásamt eftirfarandi upplýsingum:

  1. Sértækt auðkenni hvers höfundarréttarvarins verks sem talið er að brotið hafi verið gegn;
  1. Lýsing á því hvar efnið sem talið er brjóta gegn höfundarétti er að finna á Spotify-þjónustunni eða á Spotify-vefsvæðunum (hafðu lýsinguna eins nákvæma og hægt er og hafðu með vefslóð til að auðvelda okkur að finna efnið sem þú ert að tilkynna);
  1. Samskiptaupplýsingar þess sem tilkynnir, svo sem fullt nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang;
  1. Yfirlýsing um að sá aðili sem tilkynnir telji að sú notkun á verkinu eða verkunum sem tilkynnt er sé ekki heimiluð af hálfu eiganda höfundarréttarins eða fulltrúa hans eða sé ekki lögum samkvæmt (svo sem sanngjörn notkun); og
  1. Yfirlýsing um að upplýsingarnar í tilkynningunni séu réttar og að sá aðili sem tilkynnir sé, að viðlagðri refsingu fyrir meinsæri, eigandi réttarins sem talið er að brotið hafi verið gegn eða fulltrúi eiganda.
  1. Efnisleg eða rafræn undirskrift eiganda (eða aðila sem hefur heimild til að koma fram fyrir hönd eiganda) höfundarréttarins sem talið er að brotið hafi verið gegn; og
  1. Yfirlýsing um að þér sé ljóst að samskiptaupplýsingar þínar og/eða tilkynning verði afhent hinum meinta brotlega aðila og varðveitt eins lengi og þörf krefur í lagalegum tilgangi.

Án ofangreinds kunnum við að hafa ónógar upplýsingar til að vinna kröfuna þína.

Hægt er að hafa samband við tilnefndan höfundaréttarfulltrúa Spotify á eftirfarandi hátt:

Spotify USA Inc.

Attn: Legal Department, Copyright Agent

4 World Trade Center, 150 Greenwich Street, 62nd Floor, NewYork, NY 10007

infringement-claim@spotify.com

Þegar þú leggur fram kröfu vegna höfundaréttar kann Spotify að senda nafn þitt og netfang til hins meinta brotlega aðila og varðveita upplýsingar þínar eins lengi og þörf krefur í lagalegum tilgangi. Hafðu í huga að sviksamlegar tilkynningar eða önnur misnotkun á þessu ferli getur haft í för með sér að reikningi þínum verði lokað og/eða lagalegar afleiðingar. Gott væri að leita ráðgjafar frá lögfræðingi áður en krafa er lögð fram.

Spotify hefur einnig sett sér þá reglu að loka, þegar aðstæður leyfa, reikningum þeirra sem brjóta ítrekað gegn rétti annarra.

3. Vörumerki

Hvað er vörumerki

Vörumerki er orð, slagorð, tákn eða hönnun (t.d. vöruheiti, kennimerki) sem aðgreinir vörur eða þjónustu sem einstaklingur, hópur eða fyrirtæki býður upp á frá öðrum. Almennt séð leitast vörumerkjalög við að koma í veg fyrir rugling meðal neytenda um hver veitir eða tengist vöru eða þjónustu.

Hvernig á að tilkynna brot á vörumerkjarétti

Ef þú ert handhafi vörumerkis, eða umboðsaðili handhafa, og þú telur að efni sem er aðgengilegt í gegnum Spotify-þjónustuna brjóti gegn vörumerkjarétti þínum skaltu nota þetta vefeyðublað til að senda inn tilkynningu um meint brot á vörumerkjarétti. Spotify kann að senda nafn þitt og netfang til hins meinta brotlega aðila og varðveita upplýsingar þínar eins lengi og þörf krefur í lagalegum tilgangi. Spotify hefur einnig sett sér þá reglu að loka, þegar aðstæður leyfa, reikningum þeirra sem brjóta ítrekað gegn rétti annarra.

4. Hvernig við meðhöndlum kröfur

Spotify fer yfir kröfur sem fyrirtækinu berast eftir ofangreindum leiðum. Þegar okkur berst krafa metum við hana og grípum til viðeigandi aðgerða, sem geta falið í sér að fjarlægja tilkynnt efni eða loka fyrir aðgang í tilteknu landi (eða löndum). Við kunnum að tilkynna kröfuhafa og notanda eða höfundi sem lagði til efnið um aðgerðir sem við grípum til, ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða eða þörf á frekari upplýsingum til að meta kröfuna.

Efni sem brýtur gegn höfundarrétti eða vörumerkjarétti annars aðila kann að verða fjarlægt. Spotify er einnig með reglur um endurtekin brot, sem segja til um að reikningi notanda eða höfundar sem ber ábyrgð á ítrekuðum brotum kunni að verða lokað. Ef efni er aftur gert aðgengilegt í kjölfar áfrýjunar eða vegna þess að rétthafi dregur kröfu sína til baka munu reglur okkar um endurtekin brot endurspegla það.

Ef þú telur að ranglega hafi verið brugðist við gagnvart efni þínu eða reikningi, eða þú vilt fara fram á endurskoðun á ákvörðun Spotify vegna kröfu þinnar, kannt þú eiga rétt á að áfrýja. Leiðbeiningar um áfrýjun er að finna í tölvupóstsamskiptum sem við sendum þér í tengslum við kröfuna.

Til viðbótar við tilkynningar frá notendum og rétthöfum notumst við bæði við sjálfvirk og handvirk merki til að greina og fjarlægja efni sem kann að brjóta gegn hugverkarétti annarra aðila. Við erum stöðugt að þróa úrræði okkar til að vernda hugverkarétt höfunda.