Kökustefna Spotify

Gildir frá og með 29. maí 2023

  1. Hvað eru kökur?
  2. Hvernig notum við kökur?
  3. Valkostir til að stjórna kökum og auglýsingum á grundvelli áhugamála
  4. Uppfærslur á þessari stefnu
  5. Hvernig á að hafa samband við okkur

Þessi stefna lýsir því hvernig Spotify notar kökur. Héðan í frá kölluð „stefnan". Tilgangurinn með þessari stefnu er að veita þér sem notanda þjónustu og/eða vefsvæða Spotify (sem nefnast einu nafni „þjónustan"), skýrar upplýsingar um tilganginn með notkun Spotify á kökum og valkostina sem þú hefur til að stjórna kökustillingum.

1. Hvað eru kökur?

Kökur eru litlar textaskrár sem eru sóttar í tækið þitt, til dæmis þegar þú ferð inn á vefsvæði. Kökur eru gagnlegar því þær gera Spotify og samstarfsaðilum okkar kleift að bera kennsl á tækið þitt og styðja við samfellda notkunarupplifun, til dæmis með því að aðstoða okkur við að vita hvað þú vilt og hvað þú hefur gert áður. Frekari almennar upplýsingar um kökur er að finna á: www.youronlinechoices.eu.

2. Hvernig notum við kökur?

Kökur eru til margra hluta gagnlegar og geta til dæmis gert þér kleift að fletta auðveldlega á milli síðna, munað kjörstillingarnar þínar og bætt notendaupplifun þína. Þær geta líka stuðlað að því að auglýsingar sem þú sérð á netinu eigi við þig og áhugamál þín.

Kökurnar sem Spotify notar falla í tvo meginflokka: (1) nauðsynlegar kökur og (2) valkvæðar kökur:

1. Nauðsynlegar kökur

Spotify, eða þriðji aðili fyrir okkar hönd, kemur þessum kökum fyrir en þær eru nauðsynlegar til að þú getir notað eiginleika í þjónustu okkar á borð við tæknilega afhendingu efnis, persónuverndarstillingar, innskráningu, greiðslur eða útfyllingu eyðublaða. Ekki er hægt að veita þér þjónustuna okkar án þessara kakna og því getur þú ekki hafnað þeim.

2. Valkvæðar kökur

Valkvæðar kökur geta verið „kökur fyrsta aðla" eða „kökur þriðja aðila" eins og útskýrt er í eftirfarandi töflu. Valkvæðar kökur eru líka mismunandi eftir því í hvaða tilgangi þær eru notaðar, eins og útskýrt er í fyrsta dálkinum.

Kökur fyrsta aðila - þetta eru kökur sem Spotify kemur beint fyrir, eða þriðji aðili að okkar beiðni.
Tegund valkvæðrar köku Tilgangur
Virknikökur fyrsta aðila Þessar kökur gera þjónustu okkar kleift að muna það sem þú velur, svo sem notandanafn þitt, tungumál eða svæðið þar sem þú ert, og bjóða þér þannig betri og persónulegri eiginleika og efni. Þannig er til dæmis hægt að nota þessar kökur til að muna breytingarnar sem þú gerir þar sem hægt er að sérsníða efni á vefsíðum. Ef þú leyfir ekki þessar kökur vistast ekki sumt af því sem þú velur þegar þú notar þjónustuna okkar.
Afkastakökur fyrsta aðila Þessar kökur safna gögnum um notkun gesta á þjónustunni okkar. Þær gera okkur til dæmis kleift að telja heimsóknir á vefsvæðið okkar og vita hvernig gestir fundu vefsvæðið. Þær hjálpa okkur líka að vita hvaða síður eru vinsælastar og óvinsælastar og skoða samskipti gesta við þjónustuna okkar. Allt þetta hjálpar okkur að mæla og bæta afköst þjónustunnar okkar. Ef þú leyfir ekki þessar kökur fáum við ekki gögn um notkun þína á þjónustunni sem við getum svo notað til að fylgjast með afköstum þjónustunnar.
Markkökur fyrsta aðila Þessar kökur safna upplýsingum um vafrahegðun þína svo hægt sé að birta þér auglýsingar sem eiga betur við þig og skilja áhugasvið þín. Þær eru líka notaðar til að takmarka hversu oft þú sérð tiltekna auglýsingu og mæla áhrifamátt auglýsinganna sem Spotify birtir. Þessar kökur skrá að þú hafir heimsótt vefsvæði og þessum upplýsingum kann að vera deilt með öðrum aðilum, svo sem auglýsendum. Þú sérð auglýsingar þótt þú leyfir ekki þessar kökur en þær verða ekki jafnsniðnar að þér.
Kökur þriðja aðila - þetta eru kökur sem er komið beint fyrir af hálfu þriðja aðila eða Spotify að beiðni þriðja aðila, svo sem greiningar- eða auglýsingaþjónustu. Sjá má lista yfir þessa samstarfsaðila á þessum tengli með því að stækka viðkomandi kökuflokk og smella á „Listi yfir IAB-söluaaðila"
Val á efni, afhending og skýrslugerð Kökur þriðja aðila eru notaðar í eftirtöldum tilgangi sem tengist vali á efni, afhendingu og skýrslugerð:- til að gera þér kleift að deila efni okkar með vinum þínum og tengslanetum í gegnum samfélagsmiðla. - persónusnið kann að vera útbúið um þig og áhugasvið þín, sem getur haft áhrif á efni og skilaboð sem þú sérð á öðrum vefsvæðum.
Sérsniðnar auglýsingar Kökur þriðja aðila eru notaðar í eftirtöldum tilgangi sem tengist sérsniðnum auglýsingum:- val á sérsniðnum auglýsingum - hægt er að birta þér sérsniðnar auglýsingar á grundvelli notandaprófíls eða annarra notandaupplýsinga;- persónusnið fyrir auglýsingar - hægt er að búa til prófíl um þig og áhugasvið þín til að birta þér auglýsingar sem eru sérsniðnar að þér; og- valdar grunnauglýsingar - hægt er að birta auglýsingar á grundvelli rauntímaupplýsinga um samhengið þar sem auglýsingin birtist, til dæmis um efnið sem þú ert að skoða, forritið sem þú notar, grófa staðsetningu þína eða tegund tækis.
Sérsniðið efni Kökur þriðja aðila eru notaðar í eftirtöldum tilgangi sem tengist sérsniðnu efni:- persónusnið fyrir efni - hægt er að búa til prófíl um þig og áhugasvið þín til að birta þér efni sem er sérsniðið að þér; og- val á sérsniðnu efni – hægt er að birta þér sérsniðið efni á grundvelli notandaprófíls eða annarra notandaupplýsinga.
Mælingar á auglýsingum og efni, innsýn í notendur og vöruþróun Kökur þriðja aðila eru notaðar í eftirtöldum tilgangi sem tengist mælingum á auglýsingum og efni, innsýn í notendur og vöruþróun:- mælingar á árangri auglýsinga – hægt er að mæla árangur og áhrifamátt auglýsinga sem þú sérð eða átt samskipti við;- þróun og betrumbætur á vörum - hægt er að nota gögn frá þér til að bæta núverandi kerfi og hugbúnað og þróa nýjar vörur;- markaðsrannsóknir til að fá innsýn í notendur - hægt er að nota markaðsrannsóknir til að afla frekari upplýsinga um fólkið sem notar vefsvæði/forrit og skoðar auglýsingar; og- mælingar á árangri efnis – hægt er að mæla árangur og áhrifamátt efnis sem þú sérð eða átt samskipti við.
Tilgangur með „sívirkni“ Loks eru kökur þriðja aðila einnig notaðar í neðangreindum tilgangi. Þótt „sívirkni“ sé lýsingin sem er notuð geturðu kosið að gera þessar kökur óvirkar eins og aðrar valkvæðar kökur – sjá 3. hluta hér á eftir.- öryggi, villuvarnir og kembing – hægt er að nota gögnin þín til að fylgjast með og koma í veg fyrir svik og tryggja að kerfi og ferli virki rétt og örugglega;- tæknileg afhending á auglýsingum eða efni – tækið þitt getur tekið á móti og sent upplýsingar sem gera þér kleift að sjá og eiga samskipti við auglýsingar og efni;- samsvörun og sameining við gagnagjafa utan nets – hægt er að sameina gögn frá gagnagjöfum utan nets við það sem þú gerir á netinu til að styðja við tiltekinn eða margskonar tilgang;- móttaka og notkun á sjálfvirkum sendingum á eiginleikum tækis til auðkenningar – það kann að vera hægt að greina tækið þitt frá öðrum tækjum út frá upplýsingum sem það sendir sjálfkrafa, til dæmis um IP-tölu eða vafragerð; og- tenging tækja – hægt er að ákvarða að mismunandi tæki tilheyri þér eða heimili þínu til að styðja við tiltekinn eða margskonar tilgang.Þessum tilgangi er lýst sem „sívirkni“.

3. Kostir til að stjórna kökum og auglýsingum á grundvelli áhugamála

Í þessum hluta lýsum við aðferðunum sem þú getur notað til að stýra vali á kökum eftir tegund kakna og tækis. Þú gætir þurft að sameina tvo eða fleiri kosti til að stjórna kökum í öllum tækjum.

Samþykkisstjórnunarkerfi

Spotify notast við svokallað samþykkisstjórnunarkerfi (CMP), sem stundum nefnist „kökuborði", til að gera þér kleift að stjórna vali þínu á kökum. Með samþykkisstjórnunarkerfinu getum við líka haldið skrá yfir það sem þú samþykkir. Þú getur skoðað samþykkisstjórnunarkerfið og kökustillingarnar þínar á þessum tengli.

Í samþykkisstjórnunarkerfinu getur þú:

  • samþykkt notkun okkar og þriðju aðila á valkvæðum kökum;
  • stjórnað því hvernig þú kýst að kökur fyrstu aðila séu notaðar eftir flokki kakna, eins og lýst er í 2. hluta Hvernig notum við kökur?; og
  • stjórnað því hvernig þú kýst að kökur þriðja aðila séu notaðar eftir tilganginum með vinnslu gagna eða því um hvaða þriðja aðila er að ræða. Þú getur gert allar kökur þriðja aðila óvirkar með því að nota viðkomandi rofa við hliðina á „geyma og/eða nota upplýsingar" í tækinu; eins og fram hefur komið er tilgangi tiltekinna valkvæðra kakna þriðja aðila lýst sem „sívirkni" en það þýðir þó að ef þú vilt ekki að unnið sé úr kökugögnum í þessum tilgangi geturðu slökkt á stjórnrofanum við „geyma og/eða nota upplýsingar".

Ef þú vilt uppfæra val þitt í samþykkisstjórnunarkerfinu skaltu opna þennan tengil.

Athugaðu að þú getur ekki dregið til baka samþykki fyrir kökum sem eru nauðsynlegar fyrir virkni þjónustunnar.

Spotify er aðili að gagnsæis- og samþykkiskerfinu IAB Europe Transparency and Consent Framework og fylgir forskriftum þess og stefnu. Við notum samþykkisstjórnunarkerfi (CMP) með auðkennisnúmerið 28.

Stillingar vefvafra

Einnig er hægt að nota stillingar vefvafrans til að samþykkja, hafna og eyða kökum. Til þess að gera það skaltu fylgja leiðbeiningunum í vafranum (sem má yfirleitt finna undir „hjálp", „verkfæri" eða „breyta" í stillingunum.

Auðkenni snjalltækis

Í stýrikerfi snjalltækisins þíns gæti þér verið gefinn kostur á að afþakka auglýsingar á grundvelli áhugamála eða endurstilla á einhvern annan hátt „auðkenni snjalltækisins" - einkvæmt auðkenni sem hægt er að nota til að greina snjalltæki og virkar á svipaðan hátt og kaka. Til dæmis er hægt að nota stillinguna „leyfa rakningarbeiðnir forrita" í iOS-tækjum eða „afþakka auglýsingar á grundvelli áhugamála" í Android-tækjum. Með þessum stillingum getur þú takmarkað notkun á upplýsingum um notkun þína á forritum þegar tilgangurinn er að birta þér auglýsingar sem eru sniðnar að áhugamálum þínum.

Auglýsingar á grundvelli áhugamála

Þú getur afþakkað auglýsingar á grundvelli áhugamála með því að slökkva á rofanum „sérsniðnar auglýsingar" á síðunni Persónuverndarstillingar á Spotify-reikningnum. Ef þú notar rofann fyrir sérsniðar auglýsingar til að afþakka auglýsingar á grundvelli áhugamála deilir Spotify ekki upplýsingum frá þér með utanaðkomandi auglýsendum né notar upplýsingar frá þeim til að birta þér auglýsingar á grundvelli áhugamála. Við notkun á þjónustunni gætirðu séð auglýsingar byggðar á skráningu þinni hjá Spotify og rauntímanotkun þinni á Spotify en auglýsingarnar höfða ef til vill síður til þín.

Sumar sérsniðnar auglýsingar sem við, eða þjónustuveitandi fyrir okkar hönd, birtum þér gætu sýnt táknið „Ad Choices" eða aðra leið til að afþakka auglýsingar á grundvelli áhugamála. Þú getur smellt á AdChoices-táknið eða farið á www.aboutads.info til að:

  • fræðast meira um hvernig upplýsingum um nethegðun þína er safnað og þær notaðar fyrir auglýsingar á grundvelli áhugamála; eða
  • afþakka að gögn frá þér séu notuð fyrir auglýsingar á grundvelli áhugamála af hálfu fyrirtækja sem heyra undir DAA (Digital Advertising Alliance).

Notendur í Evrópu geta líka farið á www.youronlinechoices.com til að komast að því hvernig má afþakka notkun á gögnum fyrir auglýsingar á grundvelli áhugamála af hálfu fyrirtækja sem eru meðlimir í (EDAA) European Interactive Digital Advertising Alliance.

4. Uppfærslur á þessari stefnu

Við kunnum að breyta þessari stefnu öðru hverju.

Þegar við gerum efnislegar breytingar á þessari stefnu gerum við þér viðvart eftir því sem við á hverju sinni. Til dæmis gætum við birt áberandi tilkynningu innan þjónustu Spotify eða sent þér tölvupóst eða tilkynningu í tækinu.

5. Hvernig á að hafa samband við okkur

Ef þú hefur einhverjar spurningar um stefnuna skaltu hafa samband við persónuverndarfulltrúa okkar í gegnum notendaþjónustueyðublaðið í persónuverndarmiðstöðinni eða með því að skrifa okkur á þetta heimilisfang:

Spotify AB

Regeringsgatan 19, SE-111 53 Stockholm

Svíþjóð

Við vonum að þú njótir Spotify!

© Spotify AB.